Komið þið sæl Við höfum það rosalega gott hér í Vindáshlíð, sólin lék við okkur allan gærdaginn og vorum við úti meira og minna allan daginn fram að kvöldvöku. Við fengum plokkfisk í kvöldmat, sem að mati margra er langbesti plokkfiskur sem þær hafa smakkað á ævinni. 😊 Fjögur herbergi sáum um atriði á skemmtilegri kvöldvöku og voru stelpurnar himinlifandi að fá heitt kakó og matarkex í kvöldkaffi. Mikil þreyta var í mannskapnum efiir mikla útiveru, svo að eftir hugleiðingu, pisserí, burst og hátt – var fljótlega komiðn ró í húsið. Þegar komin er svona mikil þreyta, eykst aðeins heimþráin á kvöldin en þær sem fundu fyrir henni fengu bara extra knús og fóru svo að sofa, ekkert mál fyrir okkar dömur! Þetta er ferlega flottur hópur. Vakið var með skemmtilegum lögum kl 9 og voru eiginlega allar ennþá sofandi, hinar sem voru vakanaðar á undan voru mjög duglegar að læðast og hvísla og leyfa hinum að sofa áfram til 9. Morgunmatur var klukkan 9.30 en það sem var öðruvísi í dag var að við fögnuðum þremur nóttum í röð í Vindáshlíð sem gerir mann að alvöru Hlíðarmeyju og við fögnum með að bjóða upp á cocopops. Á Bibilílestrinum heyrðum við um Séra Friðrik og sáum myndband af honum. Það er magnað hvað þessi maður gerði fyrir starf KFUM- og K á Íslandi. Stelpurnar horfðu á, hlustuðu áhugasamar og lærðu margt nýtt. Hádegismatur var kjötbollur, kartöflumús og sósa. Í útiveru var farið að Pokafossi, sögð sagan af honum og farið í leiki. Það er enn þurrt á okkur og þökkum við fyrir það, svolítill vindur en fínt veður. Jógúrtköku og súkkulaðibitakökum var svo skolað niður með ískaldri mjólk eftir gönguna og eru allir núna komnir í brennó, íþróttir, leiki, frjálst, vinabönd og síðustu herbergin eru að undirbúa kvöldvökuna í kvöld. Alltaf að koma inn fleiri og fleiri myndir – vonandi eruð þið að njóta að skoða 😊
Kærleikskveðjur, Hanna Lára forstöðukona
Seen by Hanna Lára Baldvinsdóttir at 16:48
Enter
Write to Hanna Lára Baldvinsdóttir