Í dag mættu 82 hressar stelpur í Vindáshlíð. Þegar í hlíðina var komið byrjuðu stelpurnar á því að fara inn í matsal þar sem farið var yfir reglur og síðan var raðað niður í herbergin. Eftir að stelpurnar höfðu komið sér vel fyrir þá var hringt í kaffitíma, þar sem dýrindis jógúrtkaka og kryddbrauð var í boði.

Eftir kaffitíma þá hófst hin geysivinsæla brennókeppni og var mikið keppnisskap hjá þeim stelpum sem kepptu í dag, það verður gaman að fylgjast með í vikunni. Kvöldmatur hófst síðan um klukkan 18:30 og fengu stelpurnar ljúffenga súpu. Kvöldvakan var síðan haldin í íþróttahúsinu með allskonar leikjum.

Leitin af bænakonunni hófst síðan fljótlega eftir kvöldkaffi og hugvekju og það tók ansi langan tíma hjá sumum að finna sína en það tókst á endanum.

Ró var komin á um kl 23:45.

Þangað til næst sendum við bestu kveðjur úr hlíðinni fögru.