Kæru foreldrar
Hér er sko stuð og gaman, gleði og fjör…. Í gær eftir kvöldvöku fórum við í kvöldkaffi og svo hugeiðingu þar sem við heyrðum um fyrirgefninguna , hversu mikilvægt það væti að gera beðist fyrirgefningar og að fyrirgefa öðrum, viðurkenna þó að við gerum eitthvað rangt þó að það væri erfitt en að reyna alltaf að vera heiðarlegur og fylgja góðum gildum og reglum. Þar sem það var ágætisveður fengu stelpurnar að bursta tennur í læknum og fannst mörgum gaman að prófa það. Þær voru margar orðnar frekar lúnar eftir daginn en komust þó í geggjað stiuð þegar þær voru búnar að hátta, pissa og bursta og áttu von á bænakonum inn til sín en þá komu þær með svaka látum og byrjuðu náttfatapartý með stelpunum sem er alltaf skemmtilegt. Þar er dansað uppi a borðum, sungð og dansað áður en haldið er í setustofu í söngleiki og leikrit, ís og kósý. :að voru því vel þreyttar stelpur sem lögðust á koddana um ellefu leytið og aðein örfáar sem þurfu aukaheimþráarknús. Ró var komin á um miðnætti og lang flestar voru sofandi þegar var vakið kl 9 í morgun með skemmtilegri tónlist. Eftir morgunmat var haldið upp á fána og svo á Biblíulestur þar sem við ræddum aðeins aftur um fyrirgefninguna og það að hafa trú á okkur sjálfum. Við vorum skapaðar eins og við erum og getum það sem við ætlum okkur, þurfum bara að hafa fyrir þvi því flest kemur ekki ósjálfrátt upp í hendurnar á manni. Brennó, íþróttir, föndur, útivera, leikir og almenn skemmtun til hadegis… þá fengum við lasagna og tilkynningu um geggjaða sullferð að Brúðarslæðu eftir mat. Þar sem sólin skin á okkur og allir kátir þá voru allar smurðar vel af sólarvörn, klæddar í sundföt og stuttbuxur og haldið af stað. Allar voru tilbúnar að hafa gaman og vonum við að veðrið haldist svona áfram. Myndir koma reglulega inn, svo muna að kíkja oft…
Sólarkveðjur úr Hlíðinni, Hanna Lára forstöðukona