Neiiii ha? Bara kominn veisludagur eins og hendi væri veifað. Hversu galið er hvað tíminn líður hratt hérna. Eftir sull og göngu að Brúðarslæðu í gær var haldið áfram að keppa í brennó, farið í stígvélaspark, 90 gráðu beygju, föndur, limbo, meira sull og enn meira fjör. Þau herbergi sem áttu eftir að gera atriði æfðu sig fyrir kvöldvökuna og allir undu vel við sitt. Í kvöldmat var geggjuð kjúllasúpa og svo héldum við á kvöldvöku. Þar sem það var ennþá svo gott veður þá héldum við hugleiðinguna úti, bak við kirkjuna okkar í kjarri þar sem við sungum og höfðum það notalegt. Þar heyrðum við sögu um strák sem sneri aftur til foreldra sinna eftir að hafa gert rangt svo lengi, iðraðist og vildi fá að biðjast afsökunar. Honum var heldur betur vel tekið og ræddum við um hvernig er að iðraðast og vilja bæta ráð sitt. Eftir hugleiðinguna skelltu allar sér út að læk að bursta tennur, komu svo inn að pissa og hátta og biðu eftir bænakonum sem komu fljótlega til þeirra. Eftir langan og skemmtilegan útivistardag, voru vel flestar orðnar þreyttar og komin góð ró í hús milli 23-23.30. Sofið var til 9 og það beið þeirra glaðningur í morgunmatnum því reglan er sú að ef þú gistir 3 nætur í röð í Vindáshlíð að þá ertu orðin alvöru Hlíðarmey og fögnum við með Coco pops. Reyndar er í boði allur annar morgunmatur líka en það gleður flestar að fá svona öðruvísi á þessum degi. Á Biblílulestri heyrðum við um og sáum myndband um Séra Friðrik Friðriksson, stelpurnar hlustuðu vel og af áhuga. Í dag er svo úrslit í brennó, kirkjuhópar, vinagangur, Guðþjónusta í krikjunni okkar og veislukvöld. Nóg um að vera. Við komum heim um 14.30-15.00 á morgun á Holtaveginn en ef þið ætlið að sækja hingað uppeftir þá þarf það að vera fyrir 13.00 og láta okkur vita í símatíma 😊 Fullt af myndum áfram að dælast inn…

Kærleikskveðjur, Hanna Lára forstöðukona