Í gær komu 83 hressar stelpur til okkar í Hlíðina. Farið var yfir reglur fyrir vikuna og skipt í herbergi, þær komu sér fyrir og fóru svo í kaffi. Í kaffinu var ljúffeng jógúrtkaka sem allar stelpurnar voru mjög ánæðgar með. Næst tók við Brennó, íþróttir, föndur og setustofa þar sem vinabönd og ýmist annað var í boði fram að kvöldmat. Í kvölmatinn var kjúlli og franskar sem fékk hávær fagnaðarlæti frá flokknum. Í kvöldvöku var ákveðið að nýta góða veðrið og farið út í leiki sem var mjög skemmtilegt. Eftir kvöldvöku fóru þær svo í kvöldkaffi og fengu ávexti fyrir nóttina. Í hugleiðingu las Karítas foringi fyrir stelpurnar sögu og fórum svo í svokallaða bænakonuleit. Þar sem þetta er ævintýraflokkur þá fengu stelpurnar ekki að vita hver sín bænakona er strax, þess í stað fengu þær blaðsnepil með þremur staðreyndum og þær þurftu að finna út hver sín bænakona var út frá þeim. Eftir það enduðu bænakonur daginn með sínum herbergjum og ró kom í húsið.

Í morgun voru stelpurnar vaktar með Harry Potter tónlist og foringjar klæddir í búninga. Þegar þær áttu að koma í morgunmat inn í matsal var búið að skreyta hann í anda Harry Potter. Við tók fánahylling og biblíulestur, þar sem talað var um Gullnu regluna og hvernig er hægt að nýta hana í daglegu líf. Næst fóru brennóleikir, íþróttakeppnir, föndur og ýmist annað í gang fram að hádegismat. Í hádegismat var gúrme pastasalat. Eftir hádegismat tók við smá frjáls tími áður enn var haldið í göngu að Brúðarslæðu þar sem stelpurnar gátu vaðað og nýtt góða veðrið. Þegar þær komu heim tók við þeim ilmur af kökum og var kominn kaffitími, í dag var bökuð möndlukaka með bleiku kremi og kanillengjur. Eins og í gær þá halda brennóleikir, íþróttakeppnir, föndur og ýmist annað áfram fram að næsta matartíma. Í kvöldmatinn fengu þær Mexíkanska kjúklinga súpu sem rann auðveldlega ofan í þær. Kvöldvakan var í anda dagsins og var farið í Harry Potter leik, þar sem stelpunum var skipt upp í heimavistir og þurftu að klára ákveðnar þrautir án þess að vitsugur náðu þeim. Í kvöldkaffi voru ljúffengar perur og appelsínur. Í hugleiðingu kvöldsins las Lilja foringin sögu um fyrirgefningu og mikilvægi þess að geta sagt og tekið á móti afsökunarbeiðni. Eins og öll kvöld enduðu bænakonur daginn með sínum herbergjum og erum við allar spenntar að sjá hvað morgundagurinn bíður uppá.

Myndir verða komnar seinna í kvöld.

Hlíðarkveðjur

Andrea Anna Forstöðukona.