Góðann daginn 🙂

Í gær voru stelpurnar vaktar með vögguvísum og kveðju um góða nótt frá foringjum þar sem þema dagsins var öfugur dagur. Þar sem það er öfugurdagur þá var þakkað fyrir matinn í byrjun matartíma og svo sungið borðsönginn í lok hans. Við byrjuðum á kvöldkaffi þar sem þær fengu morgunkorn og allt með því. Næst var farið í hugleiðingu þar sem ég talaði sagði söguna sporin í sandinum og talaði svo aðeins um hvernig Guð gæti verið að senda okkur í sinn stað til að aðstoða vinkonur okkar. Eftir hugleiðingu var farið í brennó, íþróttakeppnir, föndurherbergi og sturtu. Í Kvöldmatinn (hádegismat) var fiskur í raspi og franskar. Í kvöldvöku (útiveru) var svo farið í vinsælasta leik Vindáshlíðar sem kallast flóttinn, í leiknum eru foringjarnir búnir að mála sig með grænum bólum og hafa fengið foringjabóluna, stelpurnar þurfa að flýja þá og finna tvær persónur sem eru að aðstoða þær í skóginum. Eftir mikil hlaup og mikla skemmtun fengu stelpurnar ilvolgar súkkulaðibitakökur og unaðslega gulrótaköku. Eftir það tók við brennó, íþróttakeppnir, föndurherbergi og sturtur. Í kvöldmat var frábær grjónagrautur og voru flestar allar stelpurnar mjög ánægðar með það. Í útiveru (kvöldvöku) var svo horft á bíómynd og fyrir valinu varð High School Musical 1 og skemmtu sér allar vel yfir henni, boðið var uppá popp á meðan sýningin stóð yfir. Við enduðum svo á morgunmat (kvöldkaffi) og svo á biblíulestur (hugleiðingu). Í kvöld las Dögg foringi froskasöguna þar sem farið er yfir hvernig jákvætt hugarfar getur unnið neikvæðni. Dagurinn var samt ekki alveg búin því að bænakonur komu svo inn í vitlaus herbergi og þegar að þær höfðu verið inní þeim herbergjum í smá stund var beðið þær um að fara inn í rétt herbergi enn þá hlupu foringjarnir upp á foringjahæð og gerðu sig til í náttfatapartý !!!!. Stelpurnar voru mjög glaðar og spenntar þegar þær heyrðu í foringjunum kalla að það væri komið náttfatapartý og hlupu allar inn í matsal þar sem heljarinnar danspartý var byrjað. Næst var farið inní setustofu þar sem ýmsir gestir komu og enduðum á að gefa stelpunum ís. Þá var dagurinn alveg að klárast og eina eftir að fá gæðastund með sínum bænakonum og svo að fara að sofa.

Þetta var frábær dagur og erum við spenntar fyrir næstu dögum með stelpunum 🙂

Hlíðarkveðja

Andrea Anna Forstöðukona.