Sæl 🙂

Í gær voru stelpurnar vaktar með tónlist og fjöri, þema dagsins var ekki tilkynnt um leið og þær voru vaknaðar svo að þær myndu ekki vita hvað væri í útiveru. Flestar byrjuðu á morgunmat og svo farið beint í brennó, íþróttir, föndur og frjálsann tíma fram að hádegismat. Í matinn var fiskur í raspi og franskar. Næst tók við fánahylling og biblíulestur, þar var talað um mikilvægi kærleika í samskiptum og hvernig við getum nýtt gullnu regluna til þess að minna okkur á það. Þá var komið að útiveru, loksins fengu stelpurnar að vita hvaða þema var… Þær voru komnar í Hunger games. Leikurinn gegnur út á að þær þurfa að finna persónur úr myndunum í skóginum án þess að friðargæslan (foringjar) nái þeim. Eftir mikil hlaup og skemmtun komu stelpurnar inn í kaffi þar sem Ísabella bakarinn okkar var búin að baka amerískar súkkulaðibitakökur ala Vindáshlíð og hvíta skúffuköku með glassúr. Eftir kaffið héldu þær áfram í brennó, íþróttum, föndri og frjálsum tíma fram að kvöldmat. Í matinn var Elísey skyrbar þar sem stelpurnar fengu skyrskálar að hætta Ísey skyrbar, í boði var mikið af frábærum valmöguleikum til að bæta við skyrið. Í kvöldvöku var svo horft á myndina Hunger games og poppað. Í kvöldkaffi var boðið uppá al íslenska réttin eðla með doritos snakki. Við enduðum svo kvöldið (eða það var það sem þær héldu) á hugleiðingu þar sem Dögg foringi fór með hugleiðingu fyrir þær. Þegar hún kláraðist var þeim sagt að fara inn í herbergi sækja útiföt og mæta niður í íþróttahús þar sem þær fóru í brennó og eit herbergi í einu fór í gegnum ævintýrahús. Í ævintýrahúsinu hittu þær ýmsar verur og enduðu á að bjarga prinsessunni úr vanda. Þá var dagurinn búin og bænakonur komu og sögðu Góða nótt.

 

Þá var komið að veisludegi, flestar byrjuðu á því að fá sér morgunmat og var búið að skreyta salinn með hollywood þema. Foringjar voru klæddir í mismunandi búninga og léku fræga einstaklinga, m.a. voru Iceguys mættir, Adam Sandler, Margot Robby, Marilyn Monroe og margir aðrir. Úrslitakeppninn í brennó fór fram og voru stelpurnar að horfa á hana fram að hádegismat. Í matinn voru ljúffengar kjötbollur með kartöflumús, brúnni sósu og grænmeti. Næst var komið að fánahyllingu og stuttri stund með forstöðukonu, það var talað um heiðarleika og mikilvægi hans. Í útiveru var Amazing race sem er ratleikur með smá twist, stelpurnar þurfa að fara á mismunandi staði og klára verkefni ásamt því að vera með auka verkefni inná milli. Í kaffinu var svo sjónvarpskaka og bananabrauð. Á meðan þær borðuðu kaffið sitt þá fengu þær skemmtilega heimsókn frá Iceguys (foringjar) sem fluttu nýja lagið sitt krumla fyrir þær. Eftir kaffið tók við veisludags dagskráin, vinagangur og tími til að gera sig tilbúin fyrir kvöldið fór í gang og svo farið út að Vefa mjúka. Foringjarnir voru búnir að skreyta salinn í öðru þema og áramótin fóru af stað með confetti sprengju og litlum inni bombum. Í áramótamatinn var Vindáhlíðar pizza og veittar voru viðurkenningar fyrir keppnir vikunnar. Kvöldvakan í kvöld var í höndum foringjanna, mörg og skemmtileg leikrit voru sýnd og enduðum við svo áramótaskaupinu sem fór yfir hvað stelpurnar höfðu gert og sagt inná bænaherbergjum. Eftir kvöldvökuna fóru stelpurnar upp í setustofu ásamt forstöðukonu og Svanhildi foringja í hugleiðingu og fengu þær ís á meðan henni stóð. Við enduðum svo daginn saman úti með áramótapartý þar sem allar stelpurnar fengu stjörnuljós og við nutum þessarar fallegu stundar saman. Þetta var fullkominn endir á frábærum degi.

Þá er komið að seinasta deginum okkar saman hérna í Hlíðinni. Þær voru vaktar með tónlist og fengu tíma til að gera sig reddý í daginn. Klukkan 11 fengu þær svo brunch með öllu tilheyrandi, beikoni, baunum, pönnukökum og m.fl. Svo var komið að því sem margar bíða allann flokkinn eftir, foringjabrennói. Þar keppir herbergi sem í þetta sinn var Reynihlíð á mót úrvalsliði foringja í brennó. Eftir brennóið er allri formlegri dagksrá lokið og viljum við þakka fyrir þessar yndilegu stelpur sem komu hingað til okkar og vonumst við til þess að sjá þær sem fljótast aftur

Hlíðarkveðja

Andrea Anna forstöðukona