Góðan daginn hér úr hlíðinni. Hérna koma fréttir frá fyrstu tveimur dögunum í 2. flokk 🙂

Á Fimmtudaginn komu 70 mjög hressar stelpur uppí Hlíð tilbúnar í svakalega skemmtilega viku. Byrjað var á að finna út hvaða herbergi hver var í og koma sér svo fyrir. Í kaffinu var nýbökuð jógúrtkaka og kryddbrauð sem var alveg frábært. Næst tók við frjáls tími, á þeim tíma var hægt að keppa í íþróttum, kíkja í brennó, föndra eða búa til vinabönd. Í kvöldmatin var svo unaðslegur grjónagrautur sem enginn kvartaði yfir.  Næst var komið að kvöldvöku, þar sem þetta var fyrsta kvöldið var farið í íþróttahúsið í smá samhristings leiki, mikið fjör og skemmtun. Við endum vanalega á að fara í kvöldkaffi og fá smá hressingu fyrir nóttina og hugleiðingu enn þar sem þetta er ævintýraflokkur þá breyttist það smá. Stelpurnar voru ekki búnar að fá að vita hver bænakona þeirra væri þanngi að Þurý umsjónarforingi bjó til skemmtilega bænakonuleit þar sem þær þurftu að leysa krossgátu til að fá að vita nafnið á henni. Eftir að þær vissu nafnið fóru þær og leituðu af henni og enduðu svo daginn með bænó saman.

Á öðrum degi flokksins vöknuðu stelpurnar við að galdraverur komu inn í herbergin til þess að vekja þær. Tónlist úr Harry Potter myndunum var í hátölurum og skreytingar í anda myndana. Í morgunmat var hafragrautur, súrmjólk eða morgunkorn. Beint eftir morgunmat var farið upp að fána í fánahyllingu og svo niður í biblíulestur. Í biblíulestrinum var talað um bænina ásamt því að skemmtilegar staðreyndir úr Harry Potter myndunum sem tengjast biblíunni voru ræddar. Næst tók við frjáls tími með föndri, brennó, íþróttum og vinaböndum. Hádegismaturinn í dag voru kjötbollur með kartöflumús og brúnni sósu. Þá var komið að útiveru, þar sem þetta var fyrsta útivera flokksins var ákveðið að fara í ratleik til að læra á eða rifja upp svæðið í kringum okkur. Þegar stelpurnar komu inn var ilmurinn af bananabrauði og sjónvarpsköku sem tók við þeim. Þegar þær komu inn í matsal var allt í einu búið að bæta við skreytingar og jólaskraut komið upp, foringjar í jólapeysum og jólatónlist í gangi. Næst var frjáls tími með brennó, íþróttum, föndri, sturtum og vinaböndum. Í kvöldmatin var svo skyrbar þar sem nokkrar bragðtegundir af skyri voru í boði ásamt mismunandi ávöxtum. Í kvöldvöku var Harry Potter leikurinn þar sem stelpurnar fá að hitta ýmsar persónur úr myndunum enn þurfa samt að passa sig að vitsugurnar ná sér ekki. Enn og aftur héldu stelpurnar að dagurinn væru að klárast enn eftir kvöldkaffi og hugleiðingu (þar sem lesið var jólaguðspjallið) var komið að náttfatapartýi. Mikið fjör og dansað uppá borðum ásamt því að ICEGUYS komu í heimsókn og fengu aðstoð frá stelpunum við að finna sér nýjan umboðsmann. Dagurinn endaði svo á bænó með sínum bænakonum þar sem þær áttu gæðastund saman.

Fyrstu dagarnir hafa gengið vel og erum við allar mjög spenntar að halda áfram að skemmta okkur saman í Hlíðinni okkar.

Hlíðarkveðjur

Andrea Anna Forstöðukona.

ps. myndir eru að koma inná FLICKR hægt og rólega hér undir er linkur að albúminu