Sæl, hérna koma fréttirnar frá Laugardegi og sunnudegi.

Á Laugardaginn voru stelpurnar vaktar með vögguvísum þar sem í dag er öfugurdagur. Fyrst var kvöldkaffi (morgunmatur) og svo var fáninn sunginn niður og beint í hugleiðingu. Næst tók við frjáls tími með brennó, íþróttum, sturtum, föndri og vinaböndum. Í kvöldmatinn (hádegismat) var Fiskur í raspi með kartöflubátum og grænmeti. Eftir kvöldmat (hádegismat) var svo kvöldvaka (útivera) og þá var farið í eltingaleikinn flóttann. Í flóttanum þurfa stelpurnar að finna foringja sem eru faldnir á svæðinu án þess að eltararnir sem eru með grænar bólur nái þeim. Í kaffinu var skinkuhorn og kanilkaka sem að Helga besti bakarinn okkar bakaði fyrir okkur. Aftur var komið að frjálsum tíma þar sem brennóið, íþróttir og sturtur héldu áfram og Kolfinna föndurforinginn okkar bauð uppá að mála steina í frábæra veðrinu sem við fengum. Í hádegismat (kvöldmat) var svo pastasalat með grænmeti og salami. Í útiveru (kvöldvöku) var farið í göngu að brúðarslæðu þar sem stelpurnar fengu að vaða í góða veðrinu enda var ennþá 17°úti og lítill vindur. Þegar þær komu til baka hafði Þurý umsjónarforinginn okkar ásamt Thelmu ráðskonu bakað amerískar pönnukökur með sýrópi fyrir kaffihúsakvöld. Foringjarnir léku franska þjóna og þjónuðu stelpunum í morgunmat (kvöldkaffi). Við enduðum svo á biblíulestri (huglu) uppí kirkju og fórum á fánahyllingu. Stelpurnar eyddu svo gæðastund með sínum bænakonum í lok dags.

 

Í gær voru stelpurnar vaktar með að foringjar klæddar í sumarföt þar sem í dag var Mamma mia dagur. Tónlist úr myndunum var spiluð í hátölurum á meðan þær græjuðu sig fyrir daginn. Í morgunmat var bara hefðbundið hlaðborð enn aukalega var í boði Coco Pops þar sem þær eru formlega orðnar hlíðarmeyjar. Í biblíulestri í dag töluðum við um hugrekki og þakklæti, það var mjög gaman þar sem stelpurnar voru að segja hvað þær eru þakklátastar fyrir og fengu þær verkefni að vera duglegar að þakka fyrir sig. Frjáls tími var eins og fyrri daga og var spennan að verða mjög mikil í brennóinu þar sem úrslitakeppnin var að myndast. Í hádegismat Lasagna sem enginn kvartaði yfir. Í matartímum í dag léku foringjarnir sápuóperu þar sem persónur úr Mamma mía voru að flytja lögin á milli leikþátta. Í útiveru var farið í göngu niður í réttir og farið í leiki þar. Þegar þær komu heim var komið að  kaffi þar sem boðið var uppá amerískar súkkulaðibita kökur og köku. Frjálsi tíminn í dag var verið að búa til kórónur til að vera með í kvöldmatnum og einnig var brennó, íþróttir og vinabönd. Í kvöldmatinn voru bestu kjúklingaborgarar sem fyrir finnast með grænmeti og frönskum. Í kvöldvöku var svo farið í leiki úti, aðalleikurinn var þó Capture the flag þar sem þeim var skipt í tvö lið sem voru að reyna að verja sinn fána frá hinu liðinu. Eftir kvöldvöku komu stelpurnar inn í seinasta leikþátt dagsins þar sem aðalparið í sápuóperunni gifti sig með miklum fagnaðarlátum frá stelpunum. Hugleiðing kvöldins var einnig um þakklæti og hvernig við getum nýtt þakklæti í bænirnar okkar. Þær enduðu svo daginn með sínum bænakonum.

Þetta er frábær hópur sem við erum með hérna hjá okkur.  Við sendum hlýjar kveðjur til ykkar allra og segjum Gleðilega hátíð.

Hlíðarkveðjur

Andrea Anna Forstöðukona

P.s endirlega hringið í síma forstöðukonu ef það á sækja einhverjar til okkar á morgun og fara þá ekki með rútu

P.p.s Myndir halda áfram að koma inná FLICKR