Hæhæ, dagurinn í gær var algjörlega frábær, við fórum í ratleik til að kynnast svæðinu og hver annarri betur. Við fengum súkkulaðibitaköku og bananabrauð í kaffinu og fórum svo í brennó og íþróttir. Á kvöldvöku sýndi helmingur herbergjanna atriði og var mikið hlegið og gaman. Í kvöldmat voru kjúklingaborgarar, franskar og grænmeti sem flestar gæddu sér vel á. Þar sem að veðrið var hið ágætasta eftir kvöldkaffi og hugleiðingu um fyrirgefninguna þá var í boði að fara út í læk að bursta tennur sem er alltaf frekar spennandi og skemmtilegt. Þegar stelpurnar voru svo búnar að græja sig, pissa, bursta ogy hátta komu foringjarnir stelpunum á óvart með söng og dsnsi því þá var komið að náttfatapartý sem var rosa mikið fjör í og mætti Tóti táálfur í heimsókn til þeirra og gaf þeim ís. Það var dansað og sungið þangað til bænakonurnar sungu sín herbergi inn í svefn og var ró komið á um miðnætti. Langflestar sváfu þangað til þær voru vaktar kl 9. Allar glaðar og tilbúnar í nýjan og skemmtilegan dag saman. Það er aðeins kaldara á okkur í dag og á að rigna svo við erum með plan a, b og c fyrir útiveuna í dag eftir hvað verður mikil rigning. Í hádeginu verður fiskur í raspi, kartöflubátar og grænmeti. Munið að kíkja á myndirnar úr flokknum 🙂

kærleikskveðjur, Hanna Lára forstöðukona