Við áttum dásamlegan veisludag saman, þar sem við nutum okkar vel. Hóparnir fyrir kirkjuna undirbjuggu svo vel dagskrána, veislupítsurnar slógu í gegn og voru foringjarnir extra fyndnir á veislukvöldvökunni. Það mátti fara út í læk að bursta tennur fyrir nóttina og var veðrið farið að hlýna en þá einmitt bættist í þau fáu lúsmýbit sem voru komin á nokkrar skvísur.

Þær voru lengi að koma sér niður eftir æsing kvöldvökunnar og þurftu að ræða mikið við bænakonurnar sínar – þið megið búast við þreyttum en glöðum stelpum heim á eftir.

Núna eru allar í íþróttahúsi að fylgjst með foringjunum keppa við brennómeistarana og aldrei að vita nema þær keppi svo á móti öllum flokkbnum. 🙂
Grillaðar pylsur í hádeginu og svo förum við að pakka niður og eiga kveðjukósýstund saman áður en rútan leggur af stað í bæinn kl.14.
Við verðum um 14.40 á Holtaveginum 🙂

b.kv. Hanna Lára, forstöðukona