Komudagur – þriðjudagur

Loksins loksins fóru 80 stelpur af stað frá Holtavegi upp í Vindáshlíð í ævintýraflokk. Margar að koma í fyrsta skipti og aðrar hafa komið oftar. Mikil spenna var í báðum rútum á leiðinni upp í Kjós.  Þegar upp í hlíð var komið var farið beint inn í matsal og farið yfir reglur og skipt niður á herbergin. Eftir að stelpurnar komu sér fyrir í herbergjum þá var hringt í kaffitíma þar sem þær fengu gómsæta súkkulaði köku og kalda mjólk að drekka. Kvöldmaturinn fengu stelpurnar pasta og það var vel tekið til matar enda mikil ást sem er lögð í alla matargerð hér í Hlíðinni fögru.

Brennó-keppnin byrjaði fyrsta daginn, farið var í Amazing Race og síðan var farið í hina vinsælu bænakonuleit, þar sem stelpurnar þurftu að spyrja alla foringja spurninga spurninga til þess að finna sína. Þetta tók smá tíma en að lokum fundu allar sínar bænakonur sem fylgdu þeim síðan inn á herbergi fyrir svefn.

Dagur 1 – miðvikudagur

Fyrsta morgun voru stelpurnar vaktar með kántrý tónlist en það var USA-kántrý þema hjá okkur í dag. Margt um að vera í allan dag, biblíulestur, brennó, gönguferð í réttir og meira brennó og ýmsar aðrar keppnir líka. Hádegismaturinn var steiktur fiskur í raspi jógúrtkaka og kanillengja í kaffitímanum og síðan í kvöldmatinn fengu stelpurnar kjúklingaborgara. Eftir kvöldmat fengu stelpurnar að skapa en það var Americas top model – hönnunar keppni þar sem stelpurnar fengu svartan ruslapoka til þess að gera flík sem módelið þeirra klæddist. Virkilega skemmtilegt kvöld og mjög flottir kjólar og flíkur sem komu fram.

Þetta er bara brot af því besta og það verður að leyfa stelpunum að koma með einhverjar sögur líka heim eftir flokkinn.

Þangað til næst sendum við bestu kveðjur úr Vindáshlíð