Ólympíuleikar voru haldnir hátíðlegir í dag. Margskonar íþróttagreinar voru teknar fyrir þar sem stelpurnar spreyttu sig meðal annars í húshlaupi, broskeppni og allskyns styrktarkeppnum. Í Hádegismat voru kjörbollur, kartöflur og brúnsósa og í kaffitímanum fengum við svo dýrindis möndluköku og kanilleengjur. Margar af stelpunum munu vilja kaupa uppskriftabók Vindáshlíðar þegar heim er komið svo góðar eru kökurnar hér. Kvöldmaturinn var síðan tortillur með hakki og grænmeti. Það má segia að ráðskona hefur vel séð um okkur í mat.
Um kvöldið var síðan hið æsiskemmtilega náttfatapartý og var skemmtun fram yfir miðnætti og dansaað upp á borðum og allt. Virkilega skemmtilegt kvöld þar sem allar stelpurnar skemmtu sér vel.
Það er alltaf nóg að gera og hafa stelpurnar verið rosalega duglegar að leika úti líka í frítímanum, lækurinn hefur verið mjög spennandi og sem og aparólan.
Við sendum bestu kveðjur úr Hlíðinni