Það er bara allt í einu komin föstudagur og þessi föstudagur er mjög merkilegur því þær stelpur sem eru að koma í fyrsta skipti eru núna orðnar Hlíðarmeyjar. Það gerist þegar þær hafa sofið hér upp í hlíð í 3 nætur og fengu þær Cocopops í morgunmat við mikilla gleði. Dagurinn í dag (föstudag) var auðvitað þema og var það ávaxtakarfan og voru foringjar klæddir upp eins og ávexir allan daginn. Leikþættir í hverjum matartíma, sem voru virkilega fyndnir. Eftir hádegismatinn ( skyr og ávextir), var farið út í leiki. Brennó var á sínum stað og var heldur betur að styttast í endan á því og voru nokkur herbergi komin úr leik.
Kvöldið var Vindó got talent þar sem herbergi spreyttu sig með margskonar atriðum sem voru mjög flott, söngur, leikrit, leikir og fleira. Hugleiðslan á setustofu var síðan síðast á dagskrá þar sem við fengum fallega sögu og sungum nokkur lög líka. Stelpurnar fengu síðan að tannbursta sig út í læk sem er alltaf gaman.
Það er sko alltaf nóg að gera hér í Hlíðinni enda margt hægt að gera.