Heil og sæl
áfram heldur fjörið og góða veðrið hér í Vindáshlíð. Ólympíuleikarnir gengu rosalega vel og var gott að fá nýbakað bakklelsi eftir útiveruna.
Í kvöldmat var píta og voru svo síðustu fjögur herbergin með atriði á kvöldvöku. Það er virkilega mikið fjör og gleði í þessum stelpum og eftir hugleiðingu um hvað ljót orð geta verið særandi og þurfum að passa okkur hvernig við komum fram við aðra, var gott að fara að græja sig í háttinn. Stelpurnar voru nokkuð fljótar að sofna og aljör ró komin á um miðnætti og sváfu þær allar til 9 í morgun. Svo að nú eru þær vel úthvíldar og tilbúnar í geggjaðan veisludag.
Við ræddum um allskonar á Bibliulestri, þar á meðal hvernig 6 blindir menn lýstu fíl fyrir öðrum blindu fólki, allir fengu að koma við fílinn á mismunandi stöðum og því til 6 mismunandi útgáfur af lýsingu á hvernig fíll lítur út og tendgum við hvernig við heyrum stundum bara eina hlið á einhverju og dæmum út frá því.
Svo auðvitað sungum við helling, spjölluðum og komum okkur í gír fyrir daginn.
Núna eru allir í íþróttahúsinu að fylgjast með spennandi brennóleikjum um 3-4 sætið og 1-2 sætið. 🙂

Við ætlum að fá okkur plokkfisk í hádeginu og pítsu í kvöldmat, undirbúa Guðþjónustu í kirkjunni okkar og hafa vinagang áður en við klæðum okkur upp fyrir veislukvöld.

Veislukvöldvaka verður svo með atriðum frá foringjum og lofum við miklum hlátri og góðri skemmtun.

Myndir halda áfram og koma inn…

Svo sjáumst við á Holtaveginum kl 14.30 á morgun, sunnudag!

Stuðkveðjur úr Vindáshlíð, Hanna Lára forstöðukona og foringjagengið 🙂