Góðann daginn í dag voru stelpurnar vaktar með því að Gréta foringi labbaði á milli herbergja syngjandi og spilandi á gítar þar sem þema dagsins var útilegu þema. Í unglingaflokkum er standandi morgunmatur frá 09:30-11 og komu allar stelpur á sínum tíma til að byrja daginn. Brennó og íþróttir tóku við fram að hádegismat. Í hádegismatinn var lasagna og fengu þær mjög skemmtilega tilkyningu frá foringjum. Foringjarnir sögðu þeim að við ættum von á heimsókn frá engri annari enn Frú Höllu T. forseta Íslands, mikil fagnaðarlæti og spenningur myndaðist við þessar fréttir. Eftir hádegismat fóru þær uppá fána og svo niður í biblíulestur. Í biblíulestri var talað um Vigdísi Finnbogadóttur sem kom í heimsókn í Hlíðina fyrir u.þ.b 5 árum síðar og svo einnig um Höllu áður enn hún myndir koma til okkar. Við tengdum umfjöllun í kringum Höllu þar sem hún talar mikið um jafnrétti við vers í biblíunni og ræddum um það saman. Næst var komið að útiveru, í dag fóru þær í göngu og enduðu hjá brúðarslæðu þar sem þær gátu vaðað og fengu svo kanillengjur áður enn lagt var af stað heim. Brennó keppnir og íþróttir héldu áfram ásamt föndri og vinaböndum. Nú fór að nálgast komu Höllu og fóru allar stelpurnar niður í kvöldvökusal kl 17:50 og biðu eftir henni, foringjar fengu þær í fjöldasöng og gekk Halla T. inn í salinn þegar þær voru allar að syngja Lífið er yndislegt. Halla og dóttir hennar Ína sátu fyrir spurningum og svöruðu öllu sem stelpunum datt í hug, allt frá því hvaða bíómynd er í uppáhaldi hjá þeim að hvað henni finnist um ýmis mál sem eru í gangi í samfélaginu. Við fórum svo allar upp í matsal saman þar sem Halla og Ína borðuðu með okkur og svo var farið út að taka myndir með þeim. Kvöldvakan var svo hugguleg og í anda þema dagsins (útilega) þar sem Telma var búin að kveikja varðeld og fengu þær að grilla sykurpúða yfir opnum eldi. Eftir allt þetta fóru þær inn í stutta hugleiðingu þar sem Valgerður sagði okkur sögu um stelpu sem var svo stressuð yfir prófi að hún reyndi allt sem hún gat til að sleppa við að fara, margar gátu tengt við söguna enn voru allar sammála því að klára verkefnið er oft einfaldara enn að reyna að fresta því. Eftir hugleiðingu var svo búið að skella upp heilu sveitaballi þar sem við fengum góðann gest Húbba búbba sem hélt um stuðinu og voru ekki margar sem átti mikla orku eftir það. Eftir ballið fórum við svo allar saman út og grilluðum pylsur og sötruðum á caprisun. Við enduðum svo daginn á bænaherbergjum þar sem stelpurnar geta spurt foringjann sinn nafnlausar spurningar sem hún mun svo svara annaðkvöld. Með því að nota nafnlausar spurningar opnast oft samskiptaleiðir á milli nýrra vinkvenna og er þetta frábær leið til að gera það.
Rosalega var gaman í dag og þessi dagur verður í minni okkar allra í mjög langann tíma.
Hlíðarkveðjur
Andrea Anna Forstöðukona
P.s myndir halda áfram að streyma inn þannig fylgist spennt með