Sæl veriði, Þessi færsla kemur seint inn þar sem stuðið hefur verið svo svakalegt að ekki gafst tími í að henda henni inn 🙂

Enn í dag komu 74 verulega hressar stelpur til okkar í Hlíðina. Spenningurinn var rosalegur og var mikil eftirvæting í loftinu. Þær fengu að vita hvaða herbergi þær yrðu í og hverjar væru með þeim í herbergi. Við byrjuðum með kaffi þar sem Ísabella bakari var búin að baka ljúffenga jógúrtköku og voru allar ánægðar með hana. Næst byrjaði svo brennó keppnin sem er alltaf mjög hörð í unglingaflokki og allar tilbúnar í rosalega keppni, íþróttir hófust einnig með glæsibrag og auðvitað gömlu góðu vinaböndin. Kvöldmatur tók svo við þar sem Gugga ráðskona, Tinna Eldhússkvísa og Ísabella bakari voru búnar að undirbúa Pítur og allt sem fylgir því. Allar borðuðu rosalega vel og gengu allar stelpurnar kátar frá borði. Í kvöldvöku var farið í leikin V.I.P sem er einskonar ratleikur sem endaði með því að þær fengu upplýsingar sem myndu hjálpa þeim að finna bænakonurnar sínar. Eftir kvöldvöku var svo kvöldkaffi og hugleiðing. Í hugleiðingu fengu stelpurnar að heyra um heyrnalausa froskinn sem tók aldrei inná sig nein neikvæð ummæli frá Karen foringja. Í venjulegum flokkum er hugleiðing endir á formlegri dagskrá enn við erum ekki í neinum venjulegum flokki. Telma umsjónarforinginn okkar var búin að undirbúa auka dagskrá þar sem stelpurnar fóru allar niður í íþróttahús að leita af sínum bænakonum og eftir að þær voru búnar að því þá kepptu herbergin ásamt sínum bænakonum í dodgeball móti. Allar stelpur fóru mjög kátar inná bænarherbergi með sínum foringjum og áttu gæðastund með þeim áður enn farið var að sofa.

Við erum allar mjög spenntar fyrir þessum flokki og höfum við undirbúið margt mjög skemmtilegt og spennandi

Kær Hlíðarkveðja

Andrea Anna Forstöðukona

 

p.s myndir eru komnar á Flikcr síðu Kfum&Kfuk undir Vindáshlíð