Jæja þá er veisludagur runninn upp, í dag var vakið eins og í gær þar sem enginn fékk að vita hvaða þema væri í dag fyrr enn í hádeginu. Við byrjuðum veisludags dagskránna á því að horfa á úrslitaleikinn í brennó og voru það Barmahlíðar stelpurnar sem unnu þann leik. Í hádeginu hafði Telma skreytt salinn í Hollywood þema, rauður dregill, stjörnur og VIP merkingar. Í matinn var plokkfiskur og segja margar að þessi fiskur sé sá besti í bransanum. Næst var komið að fána og biblíulestri. Biblíulesturinn í dag var talað um bænina og farið yfir mismunandi bænasvör, stelpurnar deildu sögum og var þetta mjög falleg stund hjá okkur. Útivera var svo næst á dagskrá og fóru stelpurnar yfir í íþróttahúsið í Top Super Model, þar fá stelpurnar ruslapoka og aðra venjulega hluti til að búa til föt úr. Í kaffinu var svo ilvolg kanillengja og kryddbrauð. Eftir kaffið fengu stelpurnar tíma til að hoppa í sturtu og græja sig fyrir kvöldið. Klukkan 18 hringdum við kirkjuklukkunum og veislukvöld hófst, Í kirkjunni sagði ég þeim frá sögu kirkjunnar og sungum svo fánann niður. Öll herbergin tóku svo mynd með sinni bænakonu og svo hófst pizzaveislan. Viðurkenningar fyrir keppnir vikunnar voru veitt og mikil gleði var í hópnum. Í hverjum flokk er mikil spenna fyrir veislukvöldvökunni þar sem foringjarnir eru að leika leikrit og skemmta stelpunum. Það sem þær vissu ekki var að við vorum með enn einn óvænta gestinn sem var Hipsumhaps og söng hann tvö lög fyrir okkur. Seinna lagið sem hann söng var lífið sem mig langar í og í þeim texta kemur Vindáshlíð fram. Foringjarnir fóru á kostum og var mikið hlegið í kvöld. Í enda kvöldvökunnar fluttu foringjarnir Eurovision lag sumarsins (bíómynd VÆB) með vindáshlíðar texta, eftir það fóru þær allar upp í setustofu í hugleiðingu. Í kvöld var Svanhildur foringi sem sagði þeim söguna bara að næsta staur sem er saga um strák sem er að fara heim með þungann fisk og ætlar ekki lengra enn bara að næsta staur og allt í einu er hann kominn heim. Með þessari sögu getum við margar tengt við og sjáum hvernig við getum auðveldað okkur erfið verkefni með að búta þau niður í skref. Enn og aftur héldu stelpurnar að við værum búnar enn þá sóttu bænakonurnar þær og fóru með þær niður í kvöldvökusal þar sem frumsýning á myndbandi flokksins fór í gang. Á meðan þær horfu fengu þær krap og svo ávexti fyrir nóttina. Enduðum svo á bænaherbergjum þar sem mikil hlátrasköll heyrðust út ganginn og fóru allar mjög glaðar að sofa.

Þessi flokkur hefur gegnið frábærlega og erum við allar sem vinnum hérna svo þakklátar fyrir þessar stelpur.

Kær hlíðarkveðja

Andrea Anna forstöðukona