Jólasnjórinn fellur mjúklega fyrir utan gluggann, útvarpið spilar bestu jólalögin og heitt kakó er á könnunni. Þá tekurðu fram smákökudeigið okkar – einfalt og dásamlega gott – og þú bakar heitar, nýbakaðar smákökur sem fylla húsið af dásamlegum jólailm 

Með hverju smákökudeigi styður þú framkvæmdir í Vindáshlíð. Þú færð ekki bara ljúffengar kökur heldur leggur líka þitt af mörkum til frábærs málefnis.
Hvernig virkar þetta?




Ath. ef þið eruð að fara í jólaflokka, þá er hægt að nálgast deigið á föstudögum við brottför frá Holtaveginum, eða á sunnudeginum þegar rútan rennir aftur í hlað. Vinsamlegast takið það þá fram í athugasemdum við pöntun.
Ekki láta jólastemninguna fram hjá þér fara – tryggðu þér dásamlegt smákökudeig í dag: https://klik.is/event/buyingflow/108