Í gær komu hingað 82 spenntar stelpur. Eftir að þeim hafði verið raðað í herbergi og farið í stutta skoðunnarferð um Hlíðina var kaffitími, þar var boðið upp á jógúrtköku og ávexti sem féll vel í kramið. Síðan tók við frjáls tími, sumar spiluðu brennó, aðrar tóku þátt í húshlaupi, föndruðu í föndurherberginu eða léku sér úti. Í kvöldmatinn var grjónagrautur og slátur, sem reyndist vera vinsæll réttur. Eftir matinn var kvöldvaka þar sem stelpurnar tóku þátt í spennandi leik sem við köllum Amazing Race, þar sem þær söfnuðu stigum í ýmsum skemmtilegum þrautum. Eftir kvöldvöku var kvöldkaffi þar sem stelpurnar fengu ávexti og kex. Eftir það var hugleiðing þar sem sungin voru lög og hlustað á sögu um miskunnsama Samverjann. Svo var bænakonuleit þar sem herbergin leituðu að sinni bænakonu. Hvert herbergi fékk svo tíma með sinni bænakona þar sem var bæði spjallað og farið í leiki. Ró var komin í húsið rétt fyrir miðnætti. Yndislegur dagur með hressum og skemmtilegum stelpum að baki og við erum spenntar fyrir vikunni.
Kveðja María Kristín og Pálína forstöðukonur