Jæja nú kemur fréttapakki. Það hefur verið nóg að gera og fréttirnar því miður mætt afgangi.

Fyrir hádegi á föstudag var venjuleg dagskrá eins og flesta aðra daga; biblíulestur, brennó, íþróttir, föndur og frjáls tími. Í hádegismat var svo lasanja. Í útiveru var labbað niður í réttir og þar var farið í leiki. Í kaffitímanum var boðið upp á nýbakaða snúða og kanillengjur. Í kvöldmat var skyr og brauð. Opnaður var skyrbar í matsal þar sem boðið var upp á tvær tegundir af skyri og allskonar gotterí til að setja út á skyrið. Á kvöldvöku var löggu og bófa eltingaleikur. Eftir kvöldkaffi og hugleiðingu fengu stelpurnar extra langt bænó.

Í gær var farið í gönguferð að Brúðarslæðu og Pokafossi. Við Brúðarslæðu var stoppað lengi og stelpurnar fengu að vaða í læknum og leika sér. Um kvöldið var svo farið í leik sem heitir „viltu vinna milljón“ og er spurningaleikur. Þann dag var kjúklingaborgari í matinn í hádeginu og pastasalat í kvöldmat. Eins og alla aðra daga var frjáls tími, keppt í íþróttakeppnum, brennó og föndrað. Nú er svo í gangi stórskemmtileg veislukvöldvaka þar sem foringjar stíga á stokk.

Í dag var farið í leik sem heitir „flóttinn úr Vindáshlíð“. Það er sennilega vinsælasti leikur sem farið er í í Hlíðinni og er löngu orðinn fastur liður í ævintýraflokkum. Áðan var veislukvöldverður og pitsurnar hurfu hratt ofan í stelpurnar. Rútan kemur á Holtaveg klukkan 14:40 á morgun. Þessi vika hefur liðið afskaplega hratt og verið mjög skemmtileg. Þetta er frábær hópur sem hefur verið gaman að kynnast.

Takk fyrir vikuna.

Kveðja María og Pálína forstöuðkonur.