Góðann daginn

Í dag mættu 82 mjög hressar stelpur uppí hlíð til okkar. Við byrjuðum á því að fara aðeins yfir reglur og svo fengu þær að koma sér fyrir og kynnast nýjum vinkonum. Þegar þær höfðu komið sér vel fyrir var komið að kaffitíma, í dag hafði Sólveig bakarinn okkar bakað jógúrtköku sem er heimsfræg hér í Hlíðinni. Eftir kaffi tók við frjáls tími enn þá hafa stelpurnar val um að kíkja í föndur, út að skoða svæðið og vinabandagerð, einnig er verið að keppa í brennó og íþróttum á sama tíma. Í kvöldmatinn var svo frábær grjónagrautur og nýbakað brauð sem rann vel ofaní hópinn. Kvöldvakan var svo Amazing race sem er ratleikur um allt svæðið okkar. Í kvöldkaffi var svo boðið uppá ávexti og svo var Embla foringi hjá okkur sem fór með hugleiðingu kvöldsins. Við enduðum svo á því að finna út úr því hver átti hvaða bænakonu og nutu svo með henni inná bænaherbergjum fyrir svefninn.

Við erum allar mjög spenntar fyrir þessari viku hérna með stelpunum ykkar og minnum á að hægt er að skoða myndir inná flickr síðu Vindáshlíðar.

Hlíðarkveðjur

Andrea Forstöðukona