Góðann daginn, í morgun vöknuðu mjög ruglaðar stelpur þar sem allt var á hvolfi. Foringjarnir höfðu snúið öllu á hv0lf þar sem að þema dagsins var öfugt þema. Í anda þemans byrjuðum við á kvöldkaffi (morgunmat) og svo var farið að syngja fánann niður. Næst var svo hugleiðing þar sem við töluðum um hversu mikilvægt það er að hrósa sér sjálfri og fengu þær það verkefni að hrósa sjálfri sér yfir daginn. Næst var farið í frjálsann tíma þar sem hægt var að fara í brennó, íþróttir, föndur og vinabandagerð. Þá næst var komið að kvöldmat (hádegismat) og í matinn voru kjötbollur, kartöflumús og brún sósa. Í kvöldvöku (útiveru) fóru þær í íþróttahúsið þar sem foringjar voru búnir að undirbúa Top Model sem er keppni á milli herbergja þar sem þær fá einn ruslapoka og þurfa að búa til föt úr honum. Dásamlegur ilmur tók svo á móti þeim þar sem bakarinn hafði útbúið amerískar súkkulaðikökur og kryddbrauð sem hvarf hratt af diskum stelpnanna. Aftur var komið að frjálsum tíma þar sem við héldum áfram með brennókeppnina, íþróttakeppnir, vinabandagerð og í föndri var svo skutlugerðarkeppni. Nú var komið að hádegismat (kvöldmat) þar sem besti steikti fiskur í heimi var borin á borð ásamt frönskum. Í Útiveru (kvöldvöku) var svo komið að því sem þær biðu allar eftir flóttinn, þetta er eltingaleikur þar sem foringjarnir elta stelpurnar á meðna þær þurfa að finna persónur í skóginum. Næst kom svo að biblíulestri (hugleiðingu) las Hanna Lára foringi fyrir þær sögu og svo var farið í morgunmat (kvöldkaffi). Þurý umsjónarforinginn okkar hafði skipulagt kaffihúsakvöld og bakaði fyrir þær pönnukökur með sýrópi og voru allar mjög ánægðar með það. Þær enduðu svo kvöldið með bænakonunum sínum.
Kær Hlíðarkveðja
Andrea forstöðukona