Í gær hélt dagurinn áfram í gleði og kátínu, ratleikur á milli herbergja, brennó, minniskeppni, vinabönd og spjall. Þær fengu mexicosúpu og meðlæti í hádeginu, nýbakaðar jógúrtkökur og súkkulaðibitakökur í kaffinu og svo kjúklingaborgara og franskar í kvöldmat. Hér er engin svangur – aldrei… alltaf nóg að borða og stutt í næsta matartíma. Kvöldvakan var geggjuð – fjögur herbergi með atriði og foringjarnir í miklu stuði.
Á hugleiðingu var rætt um hvað við erum allar einstakar og skapaðar eins og við eigum að vera, ekki að vera að bera okkur saman við aðra og halda að einhver sé mikilvægari en við sjálfar. Þær hlustuðu vel og voru aðeins farnar að geispa eftir langan dag, voru glaðar að fara að græja sig fyrir nóttina en þegar var verið að bíða eftir bænakonunum hófst dúndrandi náttfatapartý og mikið dansfjör framundan. Stelpurnar voru hissa, spenntar og ótrúlega peppaðar. Fengu svo ís og hlustuðu á sögu fyrir nóttina. Ró var komið í húsið rúmlega miðnætti, allar sofnuðu og sváfu vært þangað til var vakið kl 9.30 í morgun.

Í dag á Biblíulestri fengu stelpurna óvænta og skemmtilega gjöf, bók, Kóngsi geimfari, eftir rithöfundin Laufeyju Arnardóttur. Allar fengu þær bók til eignar, áritaða af höfundi og fengu að heyra fyrsta kaflann í bókinn. Dýrmæt og falleg gjöf. Útfrá því ræddum við um gleðina við að gleðja aðra og mikilvægi þess að vera þakklát fyrir það sem við eigum.

Það er hálf blautt hjá okkur en loftgæðin fín svo að við stefnum á góðan dag og vera eitthvað útivið. Fiskur og grænmeti í hádegismat og fullt af gleði framundan. Munið að kíkja á myndirnar okkar sem hlaðast reglulega inn fleiri og fleiri…

kærleikskveðjur, Hanna Lára forstöðukona