Góðan daginn,

Í gær mættu til okkar flottur hópur af stelpum, með mikla gleði. Þær voru allar með það markmið að skemmta sér. Þegar við mættum, byrjuðum við að raða þeim í herbergin og þær komu sér fyrir, það var gaman að sjá hvað þær voru fljótar að kynnast og eignast nýjar vinkonur. Í kaffitímanum í gær var boðið uppá kryddbrauð og bestu jógúrtköku í heimi. Eftir það var komið að skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem brennó keppnin var kynnt, og við komumst fljótt að því að það er mikið keppnisskap í hópnum. Einnig var fallegi skógurinn okkar vinsæll þar sem stelpurnar léku sér í apabrúnni og í aparólunni. Það var í boði að gera armbönd í setustofunni og margt fleirra. Í kvöldmatinn var pasta, sem sló heldur betur í gegn. Ég held að allavega önnur hver stelpa hafi óskað eftir uppskriftinni hjá frábæra kokkinum okkar. Eftir matinn var aftur smá frjáls tími þar sem var mikil gleði. Á kvöldvökunni fórum við í ratleik úti sem við köllum Amazing race í rigningunni, þar sem herbergin áttu að vinna saman og leysa allskonar þrautir. Þetta fannst þeim mjög skemmtilegt, og þær létu sko rigninguna alls ekki stoppa sig. Eftir útiveruna fengu stelpurnar heitt kakó, kex og ávexti fyrir háttartíma. Allar fengu svo góðan tíma með bænakonunum sínum, sem er alltaf mikil gæðastund. Við erum spenntar fyrir ævintýrum dagsins með þeim

Bestu Kveðjur Kristín Björt forstöðukona í 10 flokk

Myndir koma inn á Flickr síður Vindáshlíðar