Góðan og blessaðan daginn,
gleðin heldur áfram hér í Vindáshlíð. Það er svo gaman að fá að sjá þær læra lögin okkar og kynnast fallegu náttúrunni hér í kring. Stelpurnar vöknuðu kátar og voru mikið að tala um hversu gaman það hafði verið kvöldið áður í náttfatapartýinu okkar. Eftir morgunmatinn var frjáls tími, þar sem stelpurnar voru mikið að æfa sig í Brennó, föndrið var á sínum stað, þar sem stelpurnar voru að mála steina það vakti mikla lukku. Innanhúskeppnirnar eru líka á sínum stað, þær eru svo duglegar að taka þátt í dagskránni. Í Hádegismatinn var lasagna sem rann heldur betur vel niður. Eftir matinn fóru stelpurnar í réttir, það var frekar kalt þannig stelpurnar klæddu sig vel, og létu veðrið ekkert stoppa sig. Í Kaffinu var bananabrauð og bestu skinkuhorn í heimi, Gulla bakari er í svo miklu uppáhaldi hjá stelpunum. Eftir kaffitímann var stöppuð dagskrá, brennó keppnin, uppflettikeppnin var líka vinsæl allar stelpurnar tóku þátt í því. Í kvöldmatinn var skyr með ávöxtum og súkkúlaði, það er alltaf jafn vinsælt. Eftir kvöldmatinn var komið að kvöldvöku, þar sem herbergin voru búin að æfa atriði og sýndu stelpunum. Það var svo gaman að sjá hvað þær voru hugrakkar að standa uppi á sviði og tala fyrir framan hópinn. Foringjarnir kenndu svo stelpunum dans sem við ætlum að halda áfram að æfa okkur í dag. Eftir kvöldkaffið var komið að bænó sem er svo notarleg stund sem stelpurnar eiga með bænakonunum sínum. Þessi tími er í miklu uppáhaldi hjá þeim, þá eru settar fléttur í hárið, spjallað, sagðir brandarar, og rætt hvað þeim fannst skemmtilegast yfir daginn. Það var komin ró í húsið fyrir miðnætti, stelpurnar voru orðnar þreyttar. Enda frábær dagur að baki.
Bestu kveðjur Kristín Björt