Nú er á enda magnaður dagur sem við höfum upplifað hér í Vindáshlíð. Við vöknuðum í hlýju og björtu veðri og strax eftir morgunmat og biblíulestur var stígvélaspark og brennó. Sólin skein og því grilluðum við pylsur úti á hlaði en eftir hádegismat var farið í gönguferð að fossinum Brúðarslæðu. Þar var buslað og skvett og þær allra hörðustu skelltu sér alveg ofan í. Þegar heim var komið biðu gómsætar kökur og nýbakað rúgbrauð sem rann hratt og ljúflega niður en eftir kaffi var meira brennó, húsahlaup og leiklistaræfingar fyrir kvöldvöku. Allar stúlkurnar fóru í sturtu, snyrtu sig og koma sætar og fínar í kvöldmat. Í matinn var frábær linsubaunasúpa með sætum kartöflum og borðuðu þær mjög vel af henni og nýbökuðu heilhveitibollunum. Þegar leið á kvöldvöku kom berlega í ljós að dömurnar eru þreyttar og eftir yndilega lokastund og hugleiðingu fóru þær rjóðar í kinnum hver í sína koju.
Myndir má sjá
hér.
kveðja,
Auður Páls forstöðukona