Hópur af fjörugum stelpum kom í Vindáshlíð. Nánast allar eru að koma í fyrsta skipti svo við starfsfólkið reynum að vera vakandi fyrir að útsýra vel hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Það var farið í ratleik eftir hádegismat sem dreifðist yfir allt svæðið, svo að nú ættu allar stelpurnar að rata milli bygginga.
Brennókeppnin byrjaði eftir kaffi svo fengu flest herbergin að keppa. Íþróttakeppnin fór í gang með húshlaupi og skutust stelpurnar í kringum húsið á örfáum mínútum. Á sama tíma var byrjað að gefa bönd og nokkrum kennt að gera vinaband.
Á kvöldvöku voru Grenihlíð, Gljúfrahlíð og Eskihlíð með atriði. Eskihlíð sýndu atriðið "Hvað er klukkan?", Grenihlíð sýndi atriðið "Kertaljós" og Gljúfrahlíð sýndi atriðið "kynnir".
Veðrið var fínt og hann hékk þurr allan daginn.
Stelpurnar fengu sveppasúpu í hádegismat, súkkulaðiskúffuköku í kaffitímanum, fiskibollur í kvöldmatinn og kex í kvöldkaffinu.
Um kvöldin fengu stelpurnar að heyra hugleiðingu fyrir svefninn um séra Friðrik Friðriksson sem stofnaði KFUM&KFUK og samdi texta við nokkur lög eins og Hver er í salnum?, Hlíðin með grænum hjöllum og Enginn þarf að óttast síður.
Ég vi benda foreldrum sem vilja hringja og athuga með börnin sín að það er símatími á morgnanna milli klukkan 11:30 og 12:00 (klukkan tólf byrjar hádegismatur).
Hér má finna
myndir.