Stelpurnar vöknuðu við ljúft gítarspil. Í morgunmatnum mættu þær í öllu þvi bleika sem þær áttu. Eftir biblíulestur, þar sem þær fengu að heyra um miskunsama samverjan, var farið í skotbolta út í íþróttahúsi og keppt í kóngulóahlaupi.
Stelpurnar fengu lasgne í hádegismat og barbie atriði frá foringjum. Eftir að allar voru orðnar saddar og sælar var hinn vinsæli hermannaleikur flautaður til leiks. Stelpurnar skemmtu sér konunglega þrátt fyrir örlitla rigninguna.
Margar voru orðnar svangar eftir öll hlaupin og í kaffinu var svo boðið upp á sjónvarpskökur og nýbakaðar bollur. Brennó og íþróttir tók við eftir kaffi.
Í kvöldamt var boðið upp á skyr og smurt brauð. Kvöldvakan var haldin í íþróttahúsinu og fóru stelpurnar í marga skemmtilega leiki. Það var mikið fjör og góð stemning í hópnum. Gleðin hélt áfram í kvöldaffinu þar sem foringjarnir léku mismunandi perónur á bak við hvítt tjald og stelpurnar fengu að giska um hvern væri verið að ræða.
Dagurinn endaði svo með fallegtri stund upp í kirkju, róleg lög voru sungin, saga kirkjunar var sögð. Í hugleiðingunni var sagt frá Guði, sem þykir vænt um okkur og er alltaf til staðar. Því næst fóru stelpurnar í háttin eftir góðan dag
Myndir frá deginum má sjá
hér.
Kveðja Ingibjörg forstöðukona
Ps: stelpurnar koma með rútunni niður á Holtaveg, þriðjudaginn 17. ágúst kl:12.