Dagurinn í gær byrjaði samkvæmt venju í gær þegar stelpurnar voru vaktar klukkan 9 og morgunmaturinn þeirra byrjar kl 9.30. Eftir morgunmat er alltaf farið í fánahyllingu og fánasöngur sunginn. Á bíblíulestri var stelpunum sagt frá Biblíunni og hvað hún inniheldur mörg rit, á hversu löngum tíma hún var skrifuð og hvað það merkir að Biblían er kölluð „Orð Guðs“.
Í útiverunni eftir hádegismat lofaði veðrið gott og við skelltum okkur í göngutúr að Pokafoss og stelpunum sögð þjóðsagan of Þóru í pokanum. Þaðan var haldið að fossinum Brúðarslæðu en veðrið var því miður ekki eins gott og við áttum von á og því var ekki í boði að vaða í vatninu að þessu sinni.
Brennó, íþróttir, vinabönd og útileikir voru yfir daginn samkvæmt venju og einnig kvöldvakan um kvöldið. Eftir kvöldkaffi var talað við stelpurnar á hugleiðingu um þakklæti og við minntar á að gleyma ekki að þakka Guði fyrir allt það sem við eigum. Þegar stelpurnar voru spurðar að því hvað þær væru þakklátar fyrir voru svörin mjög flott og mörg eins og t.d. fjölskyldan, að finna lykt, að geta gengið, að við búa á Íslandi, að vera heilbrigð og margt fleira.
Stelpurnar voru flestar sofnaðar kl 11 enda örugglega uppgefnar eftir annasaman og skemmtilegan dag.