Nú er loksins net í Vindáshlíð og vonandi helst það nógu lengi til að klára þessa frétt.
Flokkurinn hefur gert margt mjög skemmtilegt og kann að skemmta sér þrátt fyrir vont veður. Veðrið hefur ekki verið eins og við hefðum vonað en við höfum gert gott úr því. Í útiverunni á þriðja degi var farið í leiki í íþróttahúsinu. En eftir kaffi létti aðeins til og því gátu stelpurnar farið út að leika sér og margar nýttu sér það og voru ánægðar með geta sólað sig aðeins. Þann morgun lærðu að flétta upp í Bíblunni og við fléttum saman á nokkrar skemmtilegar sögur.
Í gær var haldið Hlíðarhlaup sem er íþróttakeppni þar sem þær hlaupa eins hratt og þær geta/vilja að hliðinu. Þaðan var haldið í réttirnar og farið í leiki. T.d. var stelpunum „smalað“ saman eins og kindum eftir háralit. Þetta er gríðarlega vinsæll leikur í Vindáshlíð og við erum ótrúlega heppnar að hafa aðgang að þessum réttum.
Í gær var veisludagur, þá var haldin hárgreiðslukeppni og vinagangur. Margar tóku þátt í hárgreiðslukeppninni og allar virkilega hæfileikaríkar. Vinagangurinn snýst um að stelpurnar mega bjóða upp á allskyns í herbergjunum sínum. Í gær var meðal annars boðið upp á nudd, hárgreiðslu og lúxustannburstun 🙂 Það er í fyrsta skipti sem forstöðukonan veit af að það var í boði. Stelpurnar áttu að koma með sinn eigin tannbursta og tannkrem, svo voru þær tannburstaðar og nuddaðar. Ótrúlega skemmtilegt hvað ungum stúlkum dettur í hug.
Í gærkvöldi var svo veislukvöldverður. Þangað mættu þær í betri fötunum og þeim boðið upp á eins mikið af pizzu og þær langaði í. Eftir matinn var haldin veislukvöldvaka þar sem foringjarnir sáu alfarið um skemmtiatriðiðin. Það vakti að sjálfsögðu ótrúlega mikla hrifningu stelpnanna. Á hugleiðingu var þeim sögð saga af strák sem lenti í ósætti við foreldra sína og talaði ekki við þau í 40 ár. En þegar hann hafði samband við þau þá tóku þau honum opnum örmum. Þessa sögu má líkja við að við getum alltaf leitað aftur til Guðs, sama þótt við yfirgefum hann, þá vill hann alltaf að við komum tilbaka til hans og hann tekur okkur opnum örmum.
Í dag er heimferðardagur, fyrir hádegi var klárað að pakka. Þær sem voru búnar, þá var boðið upp á teiknimynd í kvöldvökusalnum. Á bíblíulestrinum var þeim sagt frá krossfestingu Jesú og upprisu hans og hvernig það er hornsteinn kristinnar trúar. Nú er stelpurnar í hádegismat og þar er boðið upp á pylsur. Eftir matinn er foringjabrennó, þar keppa brennómeistarar við foringja og svo allar stelpurnar í flokknum á móti foringjum 🙂
Rútan leggur af stað klukkan 3 og áætluð koma er kl 4.