Stúlkurnar voru vaktar kl.09:30 og stuttu síðar var morgunverður. Eftir morgunverð undirbjuggu stúlkurnar guðþjónustu. sumar voru í undirbúningshóp sem bakaði kókoshkúlur og samdi bænir til að flytja í messunni. Aðrar voru í skreytingahóp sem bjó til fallegar skreytingar til að hengja upp í kirkjunni. Enn aðrar voru í leikhóp sem undirbjó leikræna tjáningu á guðspjallinu. Þær síðustu voru í sönghóp sem undirbjó flutning á nokkrum lögum í guðþjónustunni. Að undirbúningi loknum hófst hefðbundinn dagskrá með brennókeppni, íþróttum og vinabandagerð. í hádegismat var steiktur fiskur með kartöflum. Eftir hádegismat var haldin guðþjónusta þar sem við fengum að njóta afraksturs allra hópanna.
Dagurinn var örlítið erfiður því stúlkurnar eru orðnar þreyttar og því fóru þær í fyrra fallinu í kojur til að ná upp góðum svefni og safna upp orku. Þið foreldrar eigið yndislegar og klárar stelpur og það eru forréttindi að fá að vera hér með þeim.