Normal
0
false
false
false
MicrosoftInternetExplorer4
/* Style Definitions */
table.MsoNormalTable
{mso-style-name:“Table Normal“;
mso-tstyle-rowband-size:0;
mso-tstyle-colband-size:0;
mso-style-noshow:yes;
mso-style-parent:““;
mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt;
mso-para-margin:0cm;
mso-para-margin-bottom:.0001pt;
mso-pagination:widow-orphan;
font-size:10.0pt;
font-family:“Times New Roman“;
mso-ansi-language:#0400;
mso-fareast-language:#0400;
mso-bidi-language:#0400;}
Þar sem að við höfum átt í erfiðleikum með nettenginguna í Vindáshlíð, hefur okkur reynst erfitt að koma fréttum á netið. Við bendum foreldrum hins vegar á símatímann sem er 11:30-12:00 í síma 566-7044, en þá gefst tækifæri til að hringja inn og spyrjast fyrir um líðan stúlknanna.
Stelpurnar komu í góðu veðri og sól upp í Vindáshlíð á mánudaginn og var þeim þegar í stað skipt í herbergi og gefin smá tími til að koma sér fyrir og kynnast staðnum. Til þess að nýta góða veðrið var farið eftir hádegi á Sandfellstjörn og síðan var haldið vatnsstríð þegar hópurinn var komin til baka.
Brennó og íþróttir voru á sínum stað eftir kaffi. Farið var í húshlaup, en þá hlaupa stelpurnar hringinn í kringum húsið á meðan tekinn er tíminn. Eftir kvöldmat fóru stelpurnar í Amazing race sem er ratleikur þar sem skipt er í lið og keppst er um að safna sem flestum stigum. Eftir langan og viðburðaríkan dag var komið að bænakonuleit, en þá komu herbergin hvert á fætur öðru inn í setustofuna og komust að því hver af foringjunum yrði bænakonan þeirra. Stelpurnar voru flestar orðnar heldur þreyttar þegar þær fóru að sofa á mánudagskvöldið.
Í dag var farið í hermannaleikinn vinsæla, auk þess sem að haldnar voru fleiri íþróttakeppnir og brennóleikir. Hér er búið að vera rosalega gaman og mikið stuð sem að sjálfsögðu mun halda áfram út vikuna.
Hægt er að skoða myndir hérna.