Sæl öll!
Hér úr Vindáshlíð er allt gott að frétta, veisludagur hafinn og mikið um að vera. Búið er að keppa undanúrslit – og úrslitaleik í brennó og er verið að búa sig í stutta göngu að Brúðarslæðu. Í gær var haldin hæfileikasýning, Got Talent, þar sem stúlkurnar gátu skráð sig og sýnt þá hæfileika sem þær vildu og VÁ!! þið foreldrar megið sko vera stolt af börnunum ykkar…þvílíkir hæfileikar, þetta var mikil skemmtun og gleði. Í hádegismat í dag var gul mjólk og bleikt skyr með súkkulaðispænum út í, þetta fannst þeim skrýtið og skemmtilegt og var eldhúsliðið okkar klappað fram til að hneigja sig.
Hér er veðrið aðeins að lagast, uppstytta og logn en við höldum í von um að fá smá sól :). Við viljum minna þá foreldra sem ætla að sækja stelpurnar upp í Vindáshlíð á morgun að hringja í okkur og láta okkur vita, þeir sem eru ekki búnir nú þegar og vera komnir á milli 14- 14:30.
Bestu kveðjur,
Hanna Lára forstöðukona