Þá er upp runninn heimferðardagur. Stúlkurnar vöknuðu kl. 9 og eru nú í óða önn að ganga frá dótinu sínu í töskur.
Þá spila brennómeistarar Barmahlíðar við foringjana síðasta brennóleikinn í þessum flokki. Við munum svo að loknum hádegisverði hafa stutta stund í kirkjunni okkar og endum svo á ratleik áður en rúturnar koma.
Það hefur verið einstök ánægja að vera treyst fyrir þessum frábæru stelpum sem hér hafa dvalið undanfarna fimm daga. Við þökkum fyrir lánið á þeim.
Bestu kveðjur
Halla Gunnarsdóttir og Hjördís Kristinsdóttir forstöðukonur í 8. flokki