Hér heyrist úr öllum hornum: „Buhu þetta er í siðasta sinn sem ég fer út úr herberginu mínu!“ „úff þetta er síðasti morgunverðurinn“ „Ég vil bara flytja hérna inn!“

Við foringjarnir erum voða kátar með þetta því þá hlýtur stelpunum að hafa liðið vel hérna hjá okkur. En að sjálfsögðu er líka spenningur í þeim að komast heim að hitta fólkið sitt.

Mikið hefur verið um hárgreiðslu leiki hér í Vindáshlíð og undirrituð hefur verið að sýna stelpunum ýmsar hárgreiðslur og margar hafa verið mjög áhugasamar. Mig langar því að setja hér inn tvo linka á hárgreiðslu síður sem geta kennt þeim allt sem ég hef verið að gera og rúmlega það – síðurnar eru reyndar á ensku en myndböndin sína líka mjög vel hvað er verið að gera.

http://www.cutegirlshairstyles.com/ – er síða sem er rekin af móður 5 stúlkna og eins drengs. Hún greiðir börnunum sínum og kennir ýmsar flottar hárgreiðslur.

https://www.youtube.com/user/lilithedarkmoon – Lilith Moon er rússnesk stúlka sem býr í París. Hún kennir ýmsar flottar hárgreiðslur á sjálfri sér og kennir sérstaklega margt um hvernig eigi að greiða sér sjálf. Myndböndin á þessum hlekk eru á ensku en hún er líka með myndbönd á frönsku og á rússnesku.

Ég vil þakka bæði stelpum og starfsstúlkum kærlega fyrir dásamlega viku hér í Vindáshlíð og mín von er svo sannarlega sú að við getum allar hisst hér aftur að ári.
Kær kveðja
Anna Arnardóttir
Forstöðukona