Stórar framkvæmdir munu hefjast í Vindáshlíð nk. þriðjudaginn 9. september. Skipt verður um þak á íþróttahúsinu og verður unnið alla vikuna í þessum framkvæmdum. Til að svona verk vinnist vel og kostnaði er haldið í lágmarki er mikilvægt að fá einstaklinga til að hjálpa okkur að taka þátt í framkvæmdum.
Stjórn Vindáshlíðar kallar eftir sterkum höndum til verka og hver klukkutími sem gefinn er til starfa er vel þeginn. Frjálst er að mæta í Vindáshlíð og einnig er hægt að hafa samband í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 ef það vantar far uppeftir.
Margar hendur vinna létt verk!