Það verða tveir vinnuflokkar í Vindáshlíð í maí, á uppstigningardag, 14. maí og laugardaginn 23. maí.
Verkefnin eru fjölbreytt, utanhúss sem innanhúss. Meðal annars þarf að lakka glugga í gamla húsi að innan, mála nokkra glugga að utan, lakka útihurð, skipta um hurðarhúna og setja upp fánastöng auk ýmissa annara vorverka. Það munar um hverja hjálparhönd í vinnuflokkum. Getur þú aðstoðað? Hafðu þá samband við Guðrúnu Nínu (netfang: gudrun.nina@petersen.is, sími: 861 8201) eða skrifstofu KFUM og KFUK á Íslandi (sími: 588 8899).