Hin árlega kaffisala Vindáshlíðar verður haldin í Vindáshlíð í Kjós, sunnudaginn 7. júní kl. 14-17. Að venju verður boðið upp á stórkostlegt kaffihlaðborð. Verð kr. 1500 fyrir 14 ára og eldri og kr. 750 fyrir 6-13 ára.
Kaffisalan hefst á messu kl. 14 í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og mun sr.Guðmundur Karl messa. Íþróttahúsið verður opið, hægt er að skoða staðinn að utan sem innan, spila jafnvel brennóleik eða skoða göngustíga og rjóður í grenndinni.
Takið sunnudaginn 7. júní frá fyrir skemmtilegan sunnudagsbíltúr!
Allir eru hjartanlega velkomnir.