Dagur tvö var viðburðarríkur dagur hjá okkur:) Vaknað kl. 9:00 með morgunmat, fánahyllingu og svo Biblíulestri. Eftir hádegismatinn, var svo farið í Hermannaleik, sem þær voru búnar að bíða spenntar eftir. Eftir hlaupin í rigningunni tók við brennó og íþróttakeppnin. Um kvöldið var svo farið í Vindáshlíð got talent, sem vakti mikla lukku og margir frábærir hæfileikar komu fram. Eftir það var farið í kvöldkaffi og hugleiðingu. En þegar bænakonurnar áttu að koma og enda daginn, komu þær í náttfötum, málaðar í framan, berjandi pottlok með sleif… já, náttfatapartý tók við og var mikið fjör. Þær sofnuðu fljótt og vel, enda langur og góður dagur.
Gerður Rós, forstöðukona.