Aðalfundur Vindáshlíðar verður haldinn þriðjudaginn 8. mars á Holtavegi 28. Fundurinn hefst kl. 20:00 en á honum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, starfsskýrsla kynnt, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, fjárhagsáætlun kynnt, kosið er í stjórn og umræður um starfið fara fram. Allir sem eru fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa rétt til setu í aðal- og ársfundum starfsstöðva félagsins. Félagsfólk er því hvatt til að fjölmenna á fundinn og láta sig varða um starf Vindáshlíðar.