Í dag vöknuðu hér hressar Hlíðarmeyjar og fengu kókópuffs í matinn í tilefni af þeim áfanga að allar hér eru nú formlega komnar með þennan titil.
Hlíðarmey er hver sú stúlka (kona) sem dvelur í Vindáshlíð og gistir 3 nætur í röð á staðnum. Núna hafa þær því bæst í stóran hóp kvenna sem hefur stöðugt farið stækkandi frá árinu 1947 þegar fyrstu stúlkurnar urðu Hlíðarmeyjar – en þá var gist hér í tjöldum og lítill skúr fluttur hingað uppeftir sem eina innandyra afdrepið.
Á Biblíulestri í morgun fræddumst við um Biblíuna sjálfa og um kristniboð, bæði hjá frumkirkjunni og kirstniboð dagsins í dag.
Á eftir verður fjörugur leikur í skóginum sem ég segi ykkur betur frá í fréttinni á morgun. Í gær skrifaði ég fréttina svo seint að lítið hefur gerst frá því að hún var skrifuð svo þetta er bara stutt í dag 😉
En í gærkvöldi höfðum við notalega söngstund eftir Capture The Flag leikinn og spjölluðum aðeins um „merkimiða“ sem við límum á fólk með orðunum okkar og hvernig við tökum á því ef einhver merkir okkur á hátt sem okkur líkar ekki við.
Eftir það fóru svo bænakonur í herbergin og áttu langa stund með stelpunum sínum sem fóru svo kátar að sofa.
Lífið er ljúft hérna hjá okkur í Hlíðinni.