Í gær komu hressar og kátar stelpur í Vindáshlíð. Mikil spenna og gleði var í lofti og allar tilbúnar að takast á við verkefnin sem framundan eru. Þegar þær voru búnar að koma sér fyrir og fá stutta kynningu um svæðið var farið í ratleik sem var svo skemmtilegur og spennandi að kaffitíminn gleymdist næstum. Eftir kaffi var skipt í hópa og fengu þær að velja sér hóp. Í boði var leiklistahópur, sönghópur, föndurhópur og tálgunarhópur. Allir skemmtu sér konunglega og ekki síður foringjarnir. Um kvöldið var svo kvöldvaka þar sem Gljúfrahlíð og Barmahlíð sáu um skemmtunina. Þreyttar og sælar stúlkur gengu til náða.
Í dag 3. ágúst er margt búið að gerast. Dagurinn byrjaði með biblíulestri og eftir hann byrjaði æsispennandi brennókeppni. Að sjálfsögðu tóku allar stúlkurnar þátt. Eftir hádegi gengu þær að Brúðarslæðu og fengu að busla það í læknum. Aftur gleymdum við næstum kaffi! Eftir kaffi var svo aftur skipt í hópa og voru tveir hópar, danshópur og föndurhópur. Í föndurhóp var verið að mála steina og var það mjög spennandi og skemmtilegt, í danshóp lærðu þær tvo dansa sem voru ótrúlega flottir! Á kvöldvöku voru Furuhlíð og Hamrahlíð sem héldu uppi fjörinu. Eftir kvöldvöku héldum við allar út í skóg og kveiktum varðeld. Þar fengu allir að grilla sykurpúða og fengu kex og ávexti. Þegar því var lokið drifu sig allir upp í rúm og ætluðu að fara að sofa en þá birtust foringjarnir í búningum og slógu upp einu náttfatapartýi. Það var rosalega gaman og allir í miklu stuði. Í lokin fengu svo allir íspinna og hlustuðu á sögu meðan að þær voru að klára. Þær voru rosalega þreyttar eftir allan daginn og voru fljótar að sofna.
Við erum þakklátar að allt hefur gengið vel og biðjum góðan Guð að vaka yfir okkur öllum.