Í morgun byrjaði dagurinn með Coco Puffs því hér höldum við upp á það að eftir 3 samfleyta sólahringa í Vindáshlíð er maður orðin Hlíðarmey. Í tilefni af því var „Hlíðin mín fríða“ sungin í Biblíulestri með góðum undirtektum. Strax eftir Biblíulestur var haldin úrslitaleikur í brennó. Það var Gljúfrahlíð sem bar sigur úr bítum. Þær munu því spila á móti foringjum á morgun.
Eftir hádegi var ferðinni hladið að Sandfellslind en ákveðið var þegar upp að fjallsrótum var komið að hætta við vegna færðar. Þar var farið í leiki og haft gaman. Þegar heim var komið beið okkar dýrindis skúffukaka og döðlubrauð. Eftir að allir höfðu fengið nóg fór fram hárgreiðslukeppni sem að var valfrjáls. Sömuleiðis var Vinagangur í gangi sem virkar þannig að herbergin bjóða hvort öðru upp á einhvers konar dekur og skemmtileg heit. Herbergin ásamt bænakonum sínum settu álegg á pizzurnar og var það mjög gaman.
Veislukvöldið hófst með því að fáninn var tekin niður og farið var í vissa útgáfu af skrúðgöngu og sungið „Vefa mjúka, dýra dúka“ á meðan og að sjálfsögðu var ormurinn tekinn. Á Veislukvöldinu voru veit hin ýmsu verðlaun fyrir íþróttakeppnir, innanhúskeppni og hárgreiðslukeppni, sömuleiðis var einnig krýnd íþróttardrotting 9. flokkar. Foringjar sáu um kvöldvöku og höfðu allir gaman að! Mikið hlegið og sungið. Eftir kvöldvöku fengu stúlkurnar að fara aðeins í hoppukastalann og komu svo inn og fengu ís og hlustuðu á hugleiðingu. Það voru sáttar meyjar sem skriðu upp í rúm í kvöld.
Við erum þakklátar fyrir þá gleði og hamingju sem hefur ríkt hér hjá okkur síðustu daga.