Fyrsti dagur í Vindáshlíð var sólríkur og góður. Það voru 35 stúlkur mættar, þónokkrar að mæta í annað eða þriðja sinn í sumarbúðir. Byrjað var á því að kynna þeim staðinn og svo var tekin brunaæfing.
Eftir hádegismat gengum við upp að Brúðarslæðu þar sem svamlað var í ánni og sólað sig. Í kvöldmat var svo hakk og spagettí.
Nóttin gekk vel.
Á þriðjudeginum var m.a. farið í skógarferð í smá rigningu. Svo var eltingaleikur að hætti hússins.
Kvöldmaturinn var óvenjulegur þar sem stúlkunum var skipt í misstóra hópa eftir löndum og fengu þann rétt sem tilheyrði hverju landi. Voru þær missáttar þar sem Indlands hópurinn fékk bara hrísgrjónarétt sem átti að borða með höndunum og að auki þurftu þær að ná í vatn úr ánni. En Svíþjóð t.d. fékk kjötbollur og kartöflur með sósu, og svo ís á eftir. Var þetta aðallega sett upp sem kennsla um misjafnar aðstæður fólks í heiminum og ætlað að vekja til umhugsunnar. En að sjálfsögðu fengu allir kjötbollur og með því í lokin.
Eftir kvöldhugvekju háttuðu stúlkurnar og bjuggu sig til svefns þegar foringjar komu þeim á óvart með náttfatapartýi. þá var dansað og ærslast og loks var sýnt leikrit. Allar fengu svo íspinna og hlýddu á litla sögu.
Nótt no.2 gekk einnig vel.
Á miðvikudeginum var sofið aðeins lengur eða um 1/2 tíma lengur en vanalega. Morgunverður snæddur, fánahylling og því næst Biblíulestur. Biblíulesturinn samanstóð af kynningu á þremur persónum úr Biblíunni, þeim Abraham, Davíð og konunni sem átti að grýta.