Í dag fengu stelpurnar súkkulaðikúlu morgunkorn í morgunmatinn til þess að fagna því að núna eru þær búnar að gista þrjár nætur í Hlíðinni og eru því orðnar Hlíðarmeyjar. Eftir morgunmatinn var brennó og keppt í því hver var fyrstur í að búa til gogg, en þær eru flestar orðnar góðar í að gera gogga eftir að hafa gert bæna-gogga á biblíulestrinum í gær. Í hádegismatinn í dag var plokkfiskur og rúgbrauð. Eftir hádegismatinn var farið í göngutúr niður að réttinni og í réttinni var farið í nokkra leiki. Eftir göngutúrinn var kaffitími og í kaffinu í dag var svokölluð ,,strumpakaka‘‘, en kakan var með ljósbláu kremi, nammi-skrauti og sykurpúðum. Eftir kaffitímann var keppt í brennó og fleiru. Eftir kvöldmatinn var síðan kvöldvaka sem var bæði haldin í íþróttahúsinu og í matsalnum. Í íþróttahúsinu bjuggu stelpurnar til skreytingar fyrir veislukvöldið sem verður hjá okkur á morgun. Í matsalnum bjuggu stelpurnar til kókoskúlur sem þær ætla að hafa í eftirrétt á veislukvöldinu sem er á morgun. Á meðan að stelpurnar bjuggu til kókoskúlur voru þær með andlitsmaska á sér sem þær bjuggu til sjálfar.
Kveðja úr Hlíðinni,
Karen, forstöðukona.