Annar dagurinn í Ævintýraflokk var DISNEY DAGUR! Stelpurnar voru vaktar með söng afríkudýranna “ Circle of Life“ þar sem skúnkur, gíraffi og kattardýr dönsuðu inn í herbergin þeirra til að bjóða þeim í morgunmat. Á meðan stelpurnar borðuðu léku nokkrir foringjar Mary Poppins (Supercalifragilistiecsialidocious!) dans atriði í kringum matsalinn. Þetta vakti þær svo sannarlega! Eftir morgunmat var haldin daglegi biblíulesturinn inn í setustofu. Stelpurnar heyrðu sögur úr biblíunni og umheiminum; sögur um hugrekki, sjálfstraust og traust á Guð.
Svo var loks komin tími að byrja hinar frægu Brennó keppnir! Herbergin munu keppa á móti hvort öðru í Brennó í gegnum vikuna og stelpurnar eru mjög spenntar fyrir þessum leikjum. Til að halda í Disney þema dagsins var boðið upp á glæsilega Mikka Mús köku í kaffitímanum. Farið var í stóran Disney leik eftir hádegi kallaður „Litla Hafmeyju leikurinn“. Settur upp sem nokkurskonar ratleikur, snýst hann um að finna persónur úr sögunni í kringum Vindáshlíð og klára mismunandi verkefni, án þess að vera klukkaður úr leik af vondum álum sem ferðast um svæðið!
Eftir kvöldmat var haldið yndislegt kósý kvöld þar sem stelpurnar fóru í náttföt og horfðu á Móana inn í sal. Stelpurnar lágu á dýnum og þeim var boðið poppkorn.
Minnilegasta atvik dagsins var um kvöldið þegar haldið var óvænt Náttfatapartý! Stelpurnar voru sendar í háttinn, en forignjarnir komu þeim á óvænt með dans partý inn í sal, og æðislega söng- og leikritastund inn í setustofu. Á enda þessa miklu dagskráar var boðið stelpunum íspinna og kvöldsögu. Allar fóru mjög sáttar aftur í háttinn með bænakonum sínum!