63 fjörugar, skemmtilegar og skapandi stelpur komu upp í Vindáshlíð í gærmorgun. Foringjar tóku á móti þeim í matsalnum þar sem farið var sem yfir reglur staðarins og stelpunum skipt niður í 8 herbergi. Í hádegismat fengu þær grjónagrjót áður en haldið var út í ratleik til að kynnast Vindáshlíð og hvor annarri betur. Ratleikurinn gekk stórvel, mikill spenningur og sumir hópar náðu að klára ratleikinn á mettíma. Foringjarnir eru duglegar að leyfa stelpunum að prófa sig áfram á hljóðfæri og föndra og rækta sínar skapandi hliðar. Margar settust hjá Andreu foringja í setustofunni og lærðu hjá henna að spila smá á pianó. Eftir kaffitíma hófst hin sívinsæla brennókeppni þar sem öll herbergi kepptu sína fyrstu leiki í íþróttahúsinu. Mexíkósk tortilla-veisla beið stelpnanna í kvöldmat en í framhaldi af því var haldin haldin kvöldvaka þar sem reyndi á sköpunargleði stelpnanna. Hvert herbergi fékk efni (svarta ruslapoka, klósettpappír og garn) í tvo klæðnaði sem þær hjálpuðust að við að hanna og setja saman. Við fengum að sjá ótrúlegustu útkomur sem sýndar voru á tískusýningu í lok kvöldvökunnar. Boðið var uppá kvöldkaffi, stutta hugleiðingu og söngstund þar sem stelpurnar tóku vel undir áður en bænakonurnar komu stelpunum í ró.
Við hlökkum til komandi daga og búumst við björtu veðri hér í Kjósinni.
Myndir úr flokknum byrja að koma inn seinna í dag og má finna hér:
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/collections/72157629303373157/
Bestu kveðjur,
Kristín.