Fimmti dagur í þriðja flokk Vindáshlíðar Dagurinn byrjaði með morgunmat eins og vanalega. Stelpurnar voru hins vegar spenntari en vanalega því það var Veisludagur. Eftir morgunmat og biblíulestur var úrslitaleikur í brennó og allar stelpurnar fóru útí íþróttahús til þess að horfa á leikinn. Þegar þær komu úr íþróttahúsinu fengu þær blómkálssúpu og brauð með ost og gúrku. Um tvö leytið var útivera og þær fóru að Brúðarslæðu og fengu að vaða því að loksins fengum við ágætt veður. Þær fengu súkkulaðiköku í kaffinu og eftir kaffi fengu þær að hafa vinagang og þeim fannst það mjög spennandi. Klukkan sex var hringt inní veislukvöld og var farið útað fána að vefa mjúka ( gömul hefð í Vindáshlíð ). Þær fengu pizzu og fengu að sitja með bænakonum sínum í kvöldmat. Eftir kvöldmat fengu þær að pakka og svo voru foringjar með kvöldvöku svona seinasta kvöldið. Það var mikið fjör. Eftir kvöldvöku fóru þær uppá hugleiðingu og fengu ís í lokin. Þær máttu líka tannbursta sig í læknum áður en að bænakonan þeirra kom. Þær voru mjög sáttar með daginn og fengu að sofa aðeins lengur en vanalega. Í dag kveðjum við þær með foringjaabrennó og pylsum. Við viljum þakka fyrir vikuna og hlökkum til að sjá ykkur næsta sumar. Guð geymi.
Kveðja, Hildur forstöðukona og foringjar