hæhæ… hér er allt gott að frétta… heimþráin minnkað og næstum horfin… þessi flokkur er svo jákvæður og glaður að það gengur allt svo vel. Í gær var þurrt þangað til við vorum lagðar af stað í gōngu að réttunum, þá kom hellidemba á okkur en allar komu blautar og kátar til baka í kaffi. Fyrstu herbergin voru með atriði á kvōldvōku sem gekk rosalega vel. Þegar bænakonur áttu að koma inn á herbergi byrjaði stuðið fyrir alvōru því þá komu syngjandi foringjar í náttfōtum berjandi í potta og pōnnur og héldu náttfatapartý. Langflestir voru mjög hissa og var gríðarleg stemmning að dansa og syngja saman í náttfōtunum. Tóti táálfur mætti í fjōrið og gaf ōllum ís. Vel gekk að koma ōllum í ró og sváfu allar vel. Við erum allar glaðar þrátt fyrir að lúsmýinu finnist gott að smjatta á okkur… sumar eru greinilega bragðbetri en aðrar. Í dag var Biblilestur um að Guð er alltaf til staðar, aldrei á tali eða utan þjónustusvæðis, stelpurnar eru duglegar að hlusta og taka þátt í ōllu. Í dag ætlum við í pollafōtum í gōngu að Pokafossi og Brúðarslæðu. Auðvitað halda svo íþróttir og brennó áfram og næstu herbergi verða með atriði á kvōldvōku í kvōld.
Myndirnar eru að hlaðast inn hjá okkur svo endilega verið dugleg að skoða 🙂
sumar stelpur héldu að flokkurinn væri búinn á fōstudaginn en við komum í bæinn um 16 á laugardaginn…
bestu kveðjur úr votri Vindáshlíð, Hanna Lára forstōðukona